Stunt 101
Stunt 101 er 8 klukkustunda grunnnámskeið í áhættuleik. Næsta námskeið er kennt helgina 19. - 20. ágúst báða dagana milli klukkan 10:00 og 14:00. Kennarar á námskeiðinu eru Jón Viðar Arnþórsson og Imma Helga Arnþórsdóttir. Jón Viðar hefur starfað við áhættuleik frá árinu 2006 og Imma hefur starfað við áhættuleik frá árinu 2012.
Námskeiðið verður haldið í Þórshamri (karatefélag) í Brautarholtinu.
Á námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi:
Öryggi og búnað
Farið verður yfir helstu öryggisatriði við framkvæmdir á áhættuatriðum bæði á kvikmyndasetti og á æfingum. Farið verður yfir hvaða öryggisbúnað er gangnlegt að þekkja og búnað sem er gott að eiga sem áhættuleikari.
myndavélIN
Útskýrt verður hvaða myndavéla hreyfingar og vinklar henta best fyrir hasar atriði og hvernig hægt er að gera áhættu atriði eins raunveruleg og hægt er án þess að það bitni á kostnað öryggisins.
Föll
Farið verður yfir helstu föll og hvernig er hægt að detta á trúverðulegan en öruggan hátt. Við munum prófa að detta úr standandi stöðu yfir í að detta úr smá hæð. Við munum einnig útskýra stiga- og há föll en þau verða æfð á framhaldsnámskeiði (Stunt 201)
Slagsmálasenur
Farið verður í uppsetningu slagsmálaatriða, með tiliti til mismunandi aðferða og stíla. Áhersla verður á raunveruleg slagsmál.
Sett verður upp verkefni þar sem þátttakendum er skipt í fámenna hópa. Hópurinn semur slagsmálasenu, leikur í henni og tekur hana upp. Farið verður yfir senunar og punktar gefnir um hvernig er hægt að bæta þær.
Byssusenur
Farið verður yfir hvernig á að halda á mismunandi skotvopnum (gervi). Æfðar verða grunnhreyfingar til að geta leikið vopnaða lögreglumenn og glæpamenn. Einnig verður farið yfir viðbrögð við að verða fyrir skoti eða lenda í sprengingu og hvenær við notum rigging og tog til þess að ýkja hreyfingar.
Sett verður upp verkefni þar sem þátttakendum er skipt í fámenna hópa sem semja, leika í og taka upp byssusenu. Farið verður yfir senunar og punktar gefnir um hvernig er hægt að bæta þær
Greining á stuntsenum
Farið verður yfir stunt/bardagasenur úr íslenskum og erlendum kvikmyndum. Rýnt verður í senurnar og farið yfir þau atriði sem eru gerð vel og útskýrt afhverju þau virka. Einnig verður farið yfir illa gerðar senur og hvernig hefði verið hægt að framkvæma þær betur.
Eftir námskeiðið ættir þú að:
Hafa betri skilning og tilfinningu fyrir hvernig myndavélin getur hjálpa þér í áhættuatriðum.
Hvernig þú setur upp og æfir hasar senur.
Hvernig þú minnkar líkur á slysum.
Hvaða öryggisbúnað er gott að þekkja og eiga.
Hafa dýpri skilning á áhættuleik í kvikmyndum og sjónvarpi.
Verð 34.900kr
Tryggðu þér pláss
Rn: 0133-26-007771
Kt: 691122-2470
Kvittun sendist á jonvidar@stunt.is